á endalausu ferðalagi...
þriðjudagur, maí 03, 2005
Ja hérna hér, ég var að skrólla niður á mogganum og rakst líka á þessa skemmtilegu frétt um hvað það séu nú margir Íslendingar sem blogga. Ég vissi að það væru fullt af íslendingum en ekki kannski svona margir.

Að örðu leiti er bara búið að vera mikið að gera, þó aðalega í skólanum. Ætli það fari nokkuð að róast fyrr en seinni partinn í júní.

Svo eru svo margir sem við Gústi þekkjum sem eiga afmæli í maí, þannig að á morgun ætla ég að hitta hann niðri í bæ eftir skóla og kíkja í búðir og kanna með afmælisgjafir. Ef að litlu gráu sellurnar verða ekki þreyttar þegar ég kem loksins heim!

Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.